Drógu Pokemon-spil fyrir mörg hundruð þúsund: „Holy shit! Þetta Pokemon-spil er worth 2 milljónir!!!“

Þeir sem héldu að Pokemon-samfélagið væri lítill og afmarkaður hópur ungmenna sem gengu um götu Reykjavíkurborgar að leita að fígúrum í snjallsímatölvuleik höfðu vægt til orða tekið rangt fyrir sér. Um er að ræða eitt af stærri „leikja“ samfélögum á Íslandi og það sama á við um nágrannalönd okkar og Bandaríkin.

Stór hluti af þessu samfélagi safnar Pokemon-spilum sem komu fyrst út í Japan árið 1996 og síðar í Bandaríkjunum eða árið 1999. Um er að ræða mismunandi verðmæt spil sem er svo skipt eða selt á Pokemon-mörkuðum bæði hér heima og erlendis. En hversu verðmæt geta þau verið?

Yfir fjórar milljónir á borðinu

Gunnar og Barði úr Pokehöllinni í Skeifunni í Reykjavík kíktu í heimsókn til Götustrákana á Brotkast en þar verðmátu þeir og drógu spil saman úr óopnuðum spilapökkum sem þeir félagar mættu með auk þess sem „Jeppinn“, annar tveggja þáttastjórnenda Götustráka, mætti með nokkur spil frá frænda sínum sem hann vildi fá verðmetið.

Í ljós kom að spilin sem þeir verðmátu voru yfir fjögurra milljóna króna virði en Götustrákarnir hafa ákveðið að birta þann þátt í heild sinni og er hægt að nálgast hann endurgjaldslaust á myndskeiðavefnum YouTube. Nútíminn, með góðfúslegu leyfi Götustráka, birtir hér fyrir neðan bæði brot úr þættinum, þar sem þeir draga út margra milljóna króna Pokemon-spil og svo líka þáttinn í heild sinni.

Fyrir þá sem vilja sjá og heyra fleiri þætti með strákunum í Götustrákum eða aðra frábæra þætti Brotkast er bent á að skunda inn á vefsíðu hlaðvarpsveitunnar með því að smella hér!

Hvað eru Götustrákar?

Vinirnir Aron Mímir Gylfason og Bjarki Viðarsson eru mennirnir sem standa á bakvið hinn umdeilda hlaðvarpsþátt Götustrákar sem hægt er að nálgast á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Aron og Bjarki voru báðir virkir þátttakendur í undirheimum Reykjavíkur þangað til þeir ákváðu að snúa lífi sínu við og eru nú á beinu brautinni, báðir edrú og aðstoða nú aðra við að hætta að nota fíkniefni með aðstoð 12 spora samtaka hér á Íslandi.

„Við viljum með þættinum okkar veita „venjulegu fólki“ innsýn inn í þennan ljóta og miskunnarlausa heim og þá viljum við líka geta aðstoðað fólk, og þá sérstaklega foreldra, hvernig hægt er að koma auga á neyslu barna þeirra, koma í veg fyrir hana eða aðstoða þau. Hægt er að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á gotustrakar@brotkast.is

MYNDSKEIÐ: Þegar milljónaspilið datt inn…

MYNDSKEIÐ: Þátturinn í heild sinni…

 

Auglýsing

læk

Instagram