Dýrið er mætt í Sjónvarp Símans

Verðlaunaða kvikmyndin Dýrið með stórleikurunum Noomi Rapace og Hilmi Snæ Guðnasyni er nú komin í Sjónvarp Símans Premium.
Dýrið var valin frum­leg­asta mynd­in á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es fyrr á árinu. Myndin segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal og þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja
fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund en verður þeim síðar að tortímingu.

Auglýsing

læk

Instagram