Ed Sheeran tekur sér gott frí

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran lauk rúmlega tveggja ára tónleikaferðalagi sínu um heiminn með tónleikum í Ipswich. Hann tilkynnti aðdáendum sínum þar að hann væri nú kominn í að minnsta kosti 18 mánaða frí frá tónleikahaldi.

Sheeran spilaði hátt í 300 tónleika á þessu tímabili, þar á meðal eru tveir tónleikar sem hann hélt á Íslandi fyrir skömmu.

„Þau sögðu mér áður en ég kom hingað að ég hafi spilað fyr­ir 9 millj­ón­ir manns um heim all­an. Það er stærsta tón­leika­ferðalag í heimi. Þetta hef­ur verið til­finn­ingaþrung­inn dag­ur fyr­ir fullt af fólki baksviðs,“ sagði tón­list­armaður­inn og bætti við að þetta væri smá eins og að hætta með kærustu.

Auglýsing

læk

Instagram