Auglýsing

Eldur í fjölbýlishúsi í Grafarvogi

Eld­ur kom upp í íbúð á þriðju hæð í fjöl­býl­is­húsi í Grafar­vogi á ní­unda tím­an­um í morg­un. Fimm manna fjöl­skylda var í íbúðinni og voru þau öll flutt á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar.

Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum voru sendir á vettvang. Eldsupptök eru ókunn en eldurinn kom upp í svefnherbergi í íbúðinni.

Slökkvilið lauk störfum um tíuleytið og tók lögregla þá við vettvangi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing