Alelda sumarbústaður við Elliðavatn

Slökkviliðið fór í 121 sjúkraflutning á síðasta sólarhring ásamt því að fara í sex útköll á dælubíla. Þar bar helst til tíðinda eldur í nótt á sumarbústað við Elliðavatn.

Hann var alelda við komu slökkviliðs og var tekin sú ákvörðun að láta hann brenna niður en vernda gróður í kring þar sem þetta er á vatnsverndarsvæði. Þetta segir í færslu á Facebook síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Auglýsing

læk

Instagram