Fæddi barn fyrir utan fæðingardeildina

Auglýsing

Lít­il stúlka fædd­ist út í sjúkra­bíl fyr­ir utan fæðing­ar­deild Land­spít­al­ans um klukk­an 22:30 í gær­kvöldi.

Óskað var eft­ir sjúkra­flutn­ingi á Álfta­nes um klukk­an 22:15 í gær­kvöldi, að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins. En þar var verðandi móðir komin að fæðingu. Þegar komið var að Land­spít­al­an­um á Hring­braut var ljóst að barninu lá á að komast í heiminn og kom ljós­móðir af fæðing­ar­deild­inni út í sjúkra­bíl­inn og tók á móti barn­inu.

Fæðingin gekk vel og voru þær mæðgur lagðar inn á fæðingardeildina, að sögn varðstjórans. Þetta kemur fram á vef mbl.is

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram