Fangar á leiðinni til Hollywood

Sjón­varps­serí­an Fang­ar er fyrsta ís­lenska serí­an sem verður end­ur­gerð í Hollywood, en rétt­ur­inn var ný­lega seld­ur þangað, að sögn Unn­ar Asp­ar Stef­áns­dótt­ur, leik­ara og eins fram­leiðanda Fanga.

Þessu grein­ir Unnur frá í viðtali í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina.

„Stærsta verk­efnið mitt hingað til er Fang­ar, sem var ára­tug í vinnslu, en við Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir unn­um það sam­an, ásamt frá­bær­um hópi fólks. Og það er gam­an að segja frá því að nú erum við held­ur bet­ur að upp­skera. Það er búið að skrifa und­ir samn­ing og er þetta fyrsta ís­lenska serí­an sem er end­ur­gerð í Hollywood,“ seg­ir hún en segir jafnframt málið enn á frum­stigi. Hún viti ekki enn hvort ís­lenska teymið muni koma að endurgerðinni á ein­hvern hátt.

„Það er allt opið. Þetta er rosa stórt! Mjög stór nöfn koma að þessu sem við meg­um ekki greina frá strax. Og þetta sem byrjaði bara sem hug­mynd þegar við Nína vor­um að láta okk­ur leiðast í fæðing­ar­or­lofi!“

Auglýsing

læk

Instagram