Fimm jólalög sem við heyrum allt of sjaldan

Jólin eru að koma og ár eftir ár heyrum við sömu útgáfurnar af sömu lögunum. Nútíminn tók saman lista af fimm lögum sem við heyrum ekki nógu oft.

„Fyrirgefðu að ég rotaði þig um jólin,“ syngur Jón Gnarr í jólalagi Tvíhöfða. „Svo ég steinrotaði jólasveininn minn“.

Morðingjarnir og Þórunn Antonía – Þú komst með jólin til mín. Stórkostleg útgáfa af þessu gamla lagi:

Við heyrum reyndar þetta lag reglulega í desember en ekki þessa útgáfu. Lagið kom út árið 2010 á stafrænni jólaplötu Morðingjanna sem innihélt einnig smellinn Jólafeitabolla.

Sem við heyrum ekki heldur nógu oft:

Þess má til gamans geta að Jens Hansson leikur á saxófón í laginu en hann blæs í rörið í Sálinni hans Jóns míns.

Morðingjarnir eru augljóslega mikil jólabörn. Þeir voru einnig í Dáðadrengjum sem sendu frá sér þennan jólasmell, sem fjallar um mann með þágufallssýki á háu stigi:

Hérna er útgáfa af Snjókorn falla í flutningi rokkhljómsveitarinnar Nögl. Við heyrum þessa útgáfu ekki nógu oft:

Hvaða lög vantar á þennan lista?

Auglýsing

læk

Instagram