Fluttur á bráðamóttöku eftir að hafa orðið fyrir lyftara

Vinnuslys varð við höfnina í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þegar maður varð fyrir lyftara. Hann var talinn fótbrotinn og var fluttur á bráðamóttökun Landspítalans.

Einnig segir í dagbók lögreglu að tilkynning hafi borist í gærkvöldi um mann sem sveiflaði keðju og ógnaði fólki. Maðurinn var færður á lögreglustöð og honum sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá barst lögreglu tilkynning um þjófnað á grilli úr garði í Skerjafirði um ellefu leytið í gærkvöldi. Ekki er búið að hafa upp á þjófnum.

Nokkur útköll voru vegna samkvæma í miðborginni og voru öll málin afgreidd á vettvangi.

Auglýsing

læk

Instagram