today-is-a-good-day

Myndband: Stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést eftir að hafa drukkið eitur í dómsal

Króatíski stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést fyrr í dag eftir að hafa drukkið eitur. Atvikið átti sér stað rétt eftir að aðalþjóða stríðsglæpadómstóllinn Haag staðfesti 20 ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana. Sjáðu myndband af atvikinu í spilaranum hér að ofan.

Praljak var dæmdur fyrir að taka þátt í þjóðernishreinsunum í Bosníu eftir fall Júgóslavíu og eftir að dómurinn var kveðinn upp sagði Praljak: „Ég er ekki stríðsglæpamaður og ég mótmæli þessum dómi,“ og teigaði svo eitrið.

Auglýsing

læk

Instagram