Auglýsing

Frá og með deginum í dag þurfa farþegar að greiða fyrir skimun

Þann 15. júní síðastliðinn hófst sýnataka fyrir COVID-19 á landamærum. Hingað til hefur skimunin verið gjaldfrjáls fyrir farþega en frá og með deginum í dag þarf fólk að greiða sérstakt skimunargjald.

Áður hafði verið talað um að sýnatakan myndi kosta 15 þúsund en ákveðið var að lækka gjaldið niður í 11 þúsund. Ef gjaldið er greitt fyrirfram þá lækkar þessi kostnaður niður í 9 þúsund krónur.

Fólk getur einnig valið að sleppa við sýnatökuna og fer þess í stað í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing