Fyndin kvöld á Frederiksen

Mánudaginn 6. September hefjast ný grín-kvöld á Frederiksen Ale House.

Kvöldin eru svokölluð „open-mic“ kvöld þar sem nýir grínistar geta skráð sig og prófað sig áfram í uppistandi og reyndari grínistar geta prófað nýtt efni.

Kvöldin eru haldin af  Friðrik Val Hákonarsyni og Lovísu Láru Halldórsdóttur en þau eru bæði grínistar sem kynntust einmitt á samskonar kvöldi á The Secret Cellar í sumar.

Grín á Íslensku

Á Íslandi hefur ekki verið vettvangur til að koma fram á móðurmáli sínu í miðbæ Reykjavíkur í langan tíma og voru Friðrik og Lovísa sammála því að það vantaði stað fyrir íslenska grínista til að þróa efnið sitt, fyrir Íslendinga. Þau höfðu því samband við Frederiksen, sem er glæsilegur staður í Hafnarstræti 5, með frábærum mat, drykkjum og æðislegri neðri hæð með sviði sem er fullkomið fyrir grín og glens.

Tvö grínkvöld verða haldin í viku en á mánudögum eru Íslensku kvöldin þar sem allir grínistar koma fram á íslensku og á miðvikudögum eru enskumælandi kvöldin svo að ferðamenn og enskumælandi Íslendingar geta komið og notið þess sem íslenska grín-senan hefur uppá að bjóða.

Auglýsing

læk

Instagram