Gamanleikarinn Jerry Stiller er látinn

Auglýsing

Leikarinn Jerry Stiller er látinn 92 ára að aldri. Sonur Jerry, Ben Stiller, tilkynnti andlát hans á Twitter í morgun.

Hann segir það hryggja hann að tilkynna andlát föður síns, hann hafi verið frábær faðir, afi og eiginmaður til 62 ára og að hans verði sárt saknað.

Jerry var þekktastur fyrir hlutverk sín í gamanþáttunum Seinfeld og King of Queens og var hann, árið 1997, til­nefndur til Emmy verð­launa fyrir leik sinn í Seinfeld.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram