Góði hirðirinn opnar netverslun

Nú í morgun opnaði netverslun Góða hirðisins á slóðinni www.godi­hir­d­ir­inn.is.

„Með net­versl­un­inni get­um við náð meiri ár­angri á sviði sjálf­bærni með auk­inni þjón­ustu við viðskipta­vini okk­ar. Net­versl­un­in er ekki síður mik­il­væg í bar­átt­unni við Covid-19 og nauðsyn­leg svo við get­um unnið að mark­miðum okk­ar á þess­um tím­um. Net­versl­un Góða hirðis­ins er því bæði skref í átt að meiri sjálf­bærni og á sama tíma þjón­usta við fólk sem treyst­ir sér ekki til að mæta í versl­un­ina okk­ar í Fells­múla. Með net­versl­un­inni vilj­um við gera enn bet­ur, bæði á sviði sjálf­bærni og smit­varna,“ seg­ir Ruth Ein­ars­dótt­ir, rekstr­ar­stjóri Góða hirðis­ins, í samtali við mbl.is

Hún segir net­versl­un­ina vera rök­rétt skref fyr­ir Góða hirðinn. 

Fjöldatakmarkanir gilda aftur í versluninni vegna hertra samkomutakmarkanna sem tóku gildi á mánudaginn og geta nú einungis 15 viðskiptavinir komið inn í einu. Eftir komu netverslunarinnar geta viðskiptavinir Góða hirðisins nú keypt vörur í öruggri netverslun og sótt þær næstu tvo laugardaga eftir kaupin.

Auglýsing

læk

Instagram