Harkalegur árekstur í gærkvöldi – Farþegi lagði á flótta

Auglýsing

Þrír menn eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir harkalegan árekstur við Hringbraut í Keflavík í gærkvöldi.

Jepplingur og fólksbíll skullu saman í árekstrinum og er ökumaður jepp­lings­ins tal­inn hafa verið ölvaður und­ir stýri. Bæði farþegi og ökumaður jepplingsins náðu að skríða af sjálfsdáðum út úr bílnum og lagði farþeginn á flótta en ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Víkurfréttir greindu fyrst frá árekstrinum og þar má sjá myndir af vettvangi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram