Harry og Meg­han skrifa undir samning við Net­flix

Auglýsing

Hertogahjónin Harry og Meghan hafa sett á laggirnar framleiðslufyrirtæki og undirritað langtímasamning við Netflix sem felur í sér gerð sjónvarpsþátta, kvikmynda, heimildamynda og barnaefnis.

Þau munu líklega eitthvað birtast sjálf á skjánum í heimildarmyndum en Meghan er þó staðráðin í því að snúa ekki aftur í leiklistina.

„Við munum einblína á að búa til fræðsluefni sem gefur fólki von,” segja hjónin. Þau taka það einnig fram að það sé þeim mikilvægt að búa til hvetjandi fjölskylduvænt efni.

„Við erum ótrúlega stolt að þau hafi valið Netflix sem heimili sköpunargáfu þeirra. Og við erum spennt að segja sögur með þeim sem ýta undir þrautsegju og auka skilning áhorfenda út um allan heim,” segir Ted Sarandos, annar forstjóra Netflix í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

Auglýsing

Sex mánuðir eru síðan hertogahjónin sögðu sig frá öllum konunglegum skyldum og fluttu til Bandaríkjanna.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram