Heimila áhorfendur á íþróttaviðburðum

Í gær tók í gildi auglýsing varðandi fjöldatakmarkanir á samkomum sem heilbrigðistráðuneytið birti þann 25. ágúst síðastliðinn.

Hefur nú verið veitt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæði. Mest er hægt að fá leyfi fyrir tveimur stúkum/stæðum við hvern leikvang séu þau aðskilin og enginn samgangur á milli þeirra.

„Heimildin hefur þegar tekið gildi, í samræmi við auglýsingu heilbrigðisyfirvalda og tilkynningu ÍSÍ. Unnið er að viðeigandi uppfærslu á reglum KSÍ um sóttvarnir og verða þær birtar og sendar aðildarfélögum,“ segir á heimasíðu KSÍ.

„Sem fyrr eiga ákvæði um fjölda- og nálægðartakmarkanir eingöngu við um fullorðna, þ.e.a.s. þau eiga ekki við um börn fædd árið 2005 og síðar.“

„Eins og fram kemur í auglýsingu ráðherra er rík áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir með tíðum og reglubundnum þrifum þar sem fólk kemur saman.“

Auglýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Auglýsing

læk

Instagram