Heimsþekkt YouTube-stjarna prófar íslenskt nammi: Myndbandið er að „trenda“ úti um allan heim

Íslenskt nammi er að slá í gegn í þessum skrifuðu orðum á YouTube en ein vinsælasta YouTube-stjarnan í heiminum tók upp myndband þar sem hann gæðir sér á sælgæti okkar Íslendinga. Fyrir þá sem þekkja ekki mikið til YouTube og þeirra sem þar eru hvað vinsælastir að þá er frægð og frami á þessum þekktasta myndskeiðavef í heimi mælt út frá hversu marga fylgjendur viðkomandi er með.

Markiplier hefur hagnast um 5.2 milljarða íslenskra króna með myndböndum á YouTube samkvæmt Forbes.

Sú stjarna sem nú er að „trenda“ á YouTube hkallar sig Markiplier en hann er í þriðja sæti yfir ríkustu og vinsælustu YouTube-stjörnur í heiminum í dag að mati Forbes-tímaritsins. Hann er metinn á 38 milljónir dollara eða rúma 5.2 milljarða íslenskra króna og er með 36.5 milljónir fylgjenda á vefnum. Þeir einu tvær sem skora hærra en hann í ríkidæmi og fylgjendum eru Mr. Beast og Jake Paul.

Rúmlega ein og hálf milljón manna hafa horft

Markiplier þessi birti myndband á YouTube fyrir tveimur dögum síðan þar sem hann prófar íslenskt sælgæti og ef marka má áhorfstölur að þá er þessi „smökkun“ hans að slá í gegn úti um allan heim. Á aðeins tveimur dögum hafa, þegar þetta er skrifað, tæp 1.6 milljón manna horft á myndbandið og er það í öðru sæti á „Trending“ lista YouTube sem tekur saman vinsælustu myndböndin hverju sinni á vefnum.

Jólaköttur frá Freyju, Trítlar frá Nóa Síríus, Stjörnurúlla frá Appolo Lakkrís, Eitt Sett frá Nóa Síríus, OPAL, Djöflar frá Freyju og Þristur er á meðal þess sem Markiplier prófar. Þó ber að geta þess að eitthvað af því sælgæti sem hann prófar er ekki framleitt á Íslandi þó svo að flestir kannist við það eins og til dæmis duftið frá Hockey Pulver.

Sjón er sögu ríkari…og rúmlega það!

Auglýsing

læk

Instagram