Helgi Björns og félagar með aukaþátt um helgina

Helgi Björns og hljóm­sveit­in Reiðmenn vind­anna verða með aukaþátt í beinni út­send­ingu í op­inni dag­skrá í Sjón­varpi Sím­ans næst­kom­andi laug­ar­dags­kvöld.

Lokaþátturinn af Það er komin Helgi var sýndur síðasta laugardagskvöld en þar sem nú ríkir samkomubann og margir hafa þurft að setja ferðalög um páskana til hliðar var ákveðið að henda í einn aukaþátt.

„Í ljósi þess­ara aðstæðna og fjöl­margra áskor­ana ákváðum við að telja í einn páskaþátt,“ segir Helgi í samtali við mbl.is

Fjölmargir listamenn hafa komið fram í þátt­un­um og sam­tals hafa verið flutt um 400 ís­lensk lög í þeim.

„Það er mjög skemmti­legt að hafa getað sýnt breidd­ina í ís­lensku söng­bók­inni, ekki síst þegar lítið hef­ur verið um tæki­færi fyr­ir tón­listar­fólk til þess að koma fram,“ seg­ir Helgi.

Auglýsing

læk

Instagram