Hildur hlaut BAFTA verðlaun í gærkvöldi

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut í gær BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl.

Verðlaunahátíðin var haldin með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirunnar en hún fór fram með stafrænum hætti. Chernobyl þættirnir hlutu alls sjö verðlaun á hátíðinni í gær.

Hildur hafði áður hlotið Grammy verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl og einnig hefur hún unnið til Golden Globe verðlauna, Óskarsverðlauna og BAFTA verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker.

Auglýsing

læk

Instagram