Iceland Airwaves tilkynnir í dag hátt í 30 ný atriði

Auglýsing

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin snýr aftur dagana 3. – 6. nóvember 2021 í miðborg Reykjavíkur.

„Í dag tilkynnum við tæplega 30 ný atriði og bætast þau við eina sterkustu dagskrá sem settur hefur verið saman í 20 ára sögu hátíðarinnar, en í heildina koma fram hátt í 100 atriði frá öllum heimshornum,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni.

Íslendingar eru svo heppnir að ein virtasta og skemmtilegasta tónlistarhátíð heims fer fram í þeirra eigin bakgarði. Og nú er sérstök ástæða til að fagna því það stefnir í að Iceland Airwaves verði ein af fyrstu hátíðum heims til að fara fram í réttri mynd eftir að allur geirinn neyddist til að fara í pásu í heilt ár.

„Stærsta nafnið sem við tilkynnum í dag er hin breska Arlo Parks, en hér er á ferðinni heitast nýi listamaður Bretlands. Hún hlaut þrjár tilnefningar til Brit verðlaunanna í fyrra og hefur verið lýst sem „rödd kynslóðarinnar“.

Auglýsing

Iceland Airwaves er tónlistarveisla sem á sér engan líka og fer fram í skemmtilegustu miðborg heims. Á þessum fjórum dögum má finna allt frá hjartnæmum píanótónleikum í kirkju til trylltra tónleika á börum og skemmtistöðum.

„Okkar ástsæla íslenska tónlistarfólk spilar við hlið spennandi, upprennandi og þekktra hljómsveita frá öllum heimshornum og geta tónleikagestir hoppað á milli tónleikastaða og séð dagskrá eftir sínu höfði. Miðasala á Airwaves er í fullum gangi; verðið hækkar þegar nær dregur þannig að við mælum með að fólk tryggi sér miða núna strax.“

 

TILKYNNT Í DAG:
Arlo Parks (UK), Aron Can, Axel Flóvent, Bartees Strange (US), Countess Malaise, Denise Chaila (IE), Eydís Evensen, Francis of Delirium (LU), Holdgervlar, Inspector Spacetime, KAMARA (NO), Kælan Mikla, KeiyaA (US), Kristin Sesselja, Laufey, Magnús Jóhann, Ouse, Power Paladin, Sad Night Dynamite (UK), Smoothboi Ezra (IE), Snny, Superserious, TootArd (Golan Heights), The Vintage Caravan, Tuys (LU), TYSON (UK), Vök, Wu-Lu (UK)
NÚ ÞEGAR TILKYNNT:
ADHD, Andavald, Andy Svarthol, Any Other (IT), Aragrúi, Ásta, Balming Tiger (KR), Benni Hemm Hemm, Black Pumas (US), BSÍ, Bríet, Cell7, CHLOBOCOP (UK), Crack Cloud (CA), Daði Freyr, Daughters of Reykjavík, dj. flugvél og geimskip, Dry Cleaning (UK), Faux Real (US), GDRN, GRÓA, gugusar, Halldór Eldjárn, Hipsumhaps, ISÁK (NO), Júníus Meyvant, Karina (FI), kef LAVÍK, Kiriyama Family, KLEIN (LU), K.óla, Krummi, Logi Pedro, Lynks (UK), MAMMÚT, Máni Orrason, Marie Davidson & L’Œil Nu (CA), Metronomy (UK), MSEA, Mugison, Myrkvi, Omotrack, Oyama, Pale Moon, Porridge Radio (UK), Salóme Katrín, Sara Parkman (SE), S.hel, sideproject, Sigrún Stella, Sin Fang, Sinmara, Skoffín, Squid (UK), supersport!, Svala, Tami T (SE), THUMPER (IE), Ultraflex

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram