INNIPÚKINN KYNNIR FLEIRI LISTAMENN TIL LEIKS

Aron Can, Ásta, BSÍ, Good Moon Deer, Karitas og sideproject bætast við dagskrá Innipúkans!

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í Reykjavík um verslunarmannahelgina eins og hefð er fyrir. Margir vinsælustu tónlistarmenn landsins koma fram á hátíðinni í ár og má þar nefna Bjartar sveiflur, Bríet, Emmsjé Gauti, Floni, GDRN, Hipsumaps, Mammút, Reykjavíkudrætur og Teitur Magnússon. Á opnunarkvöldi hátíðarinnar mun hin ástsæla Birgitta Haukdal og hljómsveitin Moses Hightower leiða saman hesta sína og koma fram saman í fyrsta skipti! Nú þegar heildardagskrá hátíðarinnar er kynnt bætast Aron Can, Ásta, BSÍ, Good Moon Dear, Karitas og sideproject í hópinn.

Forsvarsmenn Innipúkans eru afar stoltir af fjöbreyttri dagskrá Innipúkans í ár og bjartsýn á að það takist að halda hátíðina með pompi og prakt. Hætta þurfti við hátíðina með eins dags fyrirvara í fyrra vegna Covid.

„Það er alltaf gott veður á Innipúkanum. Og bara gaman!,“ segir í tilkynningu.

NÝ STAÐSETNING

Innipúkinn færir sig af Grandanum, þar sem hátíðin hefur verið haldin síðustu ár, og yfir á Ingólfsstræti. Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, í Gamla bíó og efri hæð Röntgen. Á svæðinu verður sannkölluð hátíðarstemning alla helgina enda verður nóg um að vera á götunni fyrir utan staðina sem og inni á stöðunum sjálfum. Boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, 30. júlí-1. ágúst.

Á útisvæðinu má gera má ráð fyrir gamalreyndum púka-dagskrárliðum á borð við árlegum lista- og fatamarkaði, ásamt plötusnúðum og veitingasölu.

MIÐASALA:

Miðasala á hátíðina er hafin og fer fram á tix.is. Armband á hátíðina gildir alla helgina. Einnig verður hægt að kaupa miða á stök kvöld hátíðarinnar og fara þeir miðar í sölu fljótlega. Síðustu ár hefur verið uppselt á Innipúkann – og því um að gera tryggja sér miða í tíma.

Miðaverð:

– 3-ja daga hátíðarpassi: 8.990 kr.

– Miði á stakt tónleikakvöld: 4.990 kr.

FRAM KOMA:

 • Aron Can
 • Ásta
 • Birgitta Haukdal & Moses Hightower
 • Bjartar sveiflur
 • Bríet
 • BSÍ
 • Emmsjé Gauti
 • Eyþór Ingi
 • Floni
 • GDRN
 • Good Moon Deer
 • Gugusar
 • Hipsumhaps
 • Inspector Spacetime
 • Karítas
 • Krassasig
 • Mammút
 • Reykjavíkurdætur
 • Sideproject
 • Skoffín
 • Teitur Magnússon
Auglýsing

læk

Instagram