Íslensk kona lést af völdum kór­ónu­veirunn­ar

Auglýsing

Eldri kona lést á Landspítalanum í gær af völdum kórónuveirunnar. Konan sem var liðlega sjötug hafði glímt við langvarandi veikindi.

Andlát konunnar er staðfest á vef Landspítalans:

„Mánu­dag­inn 23. mars 2020 lést á smit­sjúk­dóma­deild Land­spít­ala liðlega sjö­tug kona, sem glímt hafði við langvar­andi veik­indi. And­látið varð í kjöl­far veik­inda kon­unn­ar af völd­um Covid-19-sjúk­dóms­ins. Land­spít­ali vott­ar fjöl­skyldu henn­ar samúð og virðingu.“

Sonur konunnar skrifar á Facebook síðu sína um andlát móður sinnar, í þeirri von um að sem flestir læri af þessu. Hann birtir mynd af móður sinni og skrifar:

Auglýsing

„Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyrir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni, hún var í áhættuflokki eins og mjög margir aðrir. Þrír úr minni fjölskyldu höfðu tækifæri til að kveðja hana fyrir endalokin. Tveir þeirra vegna þess að þeir eru smitaðir af veirunni og ein sem lagði sig í mikla smithættu, ég hefði alveg þegið að fá að horfa í augu hennar og segja bless en vegna aðstæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minnast hennar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegnum símann og ekkasog. Það er alveg kominn tími til að þessi þjóð og þegnar hennar taki þessu alvarlega og hætti að haga sér eins og hálfvitar.“

Konan er fyrsti Íslendingurinn sem deyr af völdum veirunnar.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram