Jarðarförinni verður sjónvarpað beint í Sjónvarpi Símans

Í tilkynningu frá fjölskyldu Gísla Rúnars Jónssonar, sem lést þann 28.júlí síðastliðinn, segir að vegna ástandsins í heiminum verði jarðarför Gísla sjónvarpað beint frá Sjónvarpi Símans.

„Okkar elskaði Gísli Rúnar Jónson, leikari, leikstjóri, rithöfundur, þýðandi og einstakur fjölskyldufaðir verður jarðsunginn fimmtudaginn 20. ágúst næstkomandi kl. 15:00. Vegna ástandsins í heiminum munu aðeins hans nánustu aðstandendur og vinir geta komið saman í kirkjunni, en útförinni verður sjónvarpað beint í Sjónvarpi Símans og auk þess verður aðgengilegt streymi á netinu.“

Allar upplýsingar um streymið má finna á vefsíðunni www.gislirunar.is

„Fjölskyldan hvetur alla þá sem elskuðu þennan mikla listamann til að eiga fallega stund, kveikja á kertum og vera með okkur í anda og fylgjast með jarðarförinni á netinu.“

Auglýsing

læk

Instagram