Jóhanna Guðrún fékk bréf frá Rússlandi: „Ég man að þetta var alveg pínu scary“

„Ég veit ekki hvað er það klikkaðasta en það fyrsta sem poppar upp í hausinn á mér er að ég fékk bréf frá einhverjum hermanni sem var þarna í höllinni í Moskvu,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún þegar hún er spurð af Götustrákunum hvað sé það klikkaðasta sem hún hefur lent í. Jóhanna Guðrún er nýjasti gestur strákanna en Götustrákarnir eru hluti af hlaðvarpsveitunni Brotkast.

„Gæslan var sko rugluð. Það voru gaurar með byssur úr hernum úti um allt og þegar maður labbaði inn á sviðið þá stóðu þeir hlið við hlið eins og múr af hermönnum. Einn af þessum gaurum skrifaði mér einhver bréf eftir að ég kom heim og ég hafði aldrei talað við hann,“ segir Jóhanna Guðrún sem fékk frekar „krípí“ skilaboð í einu af bréfunum.

„Eitt bréfið endaði þannig: „Jóhanna, Im not just your fan. I am our soulmate.“

„Ég man að þetta var alveg pínu scary – maður var alveg bara „er þessi gaur að fara koma hingað?“

Viðtalið er virkilega skemmtilegt en þar fer Jóhanna Guðrún létt yfir ferilinn sinn á meðan Götustrákarnir setja sinn einstaka svip á þáttinn sem nálgast má í heild sinni á hlaðvarpsveitunni Brotkast en hér fyrir neðan fylgir brot úr þættinum.

Auglýsing

læk

Instagram