Kristmundur Axel býður í ógleymanlega veislu: „Gestalistinn er out of this world!“

Í fyrsta skiptið á sínum ferli ætlar Kristmundur Axel að halda sannkallaða tónlistarveislu í hinum sögufræga og fallega IÐNÓ. Hann segir að tónleikagestir geti átt von á alvöru veislu með öllu tilheyrandi.

„Ég er búinn að vera í bransanum í svo mörg ár núna og hef aldrei haldið tónleika sjálfur, löngu kominn tími á að gera þetta. Sérstaklega fyrir fólkið sem hefur hlustað á mig í öll þessi ár,“ segir Kristmundur Axel en tónleikarnir fara fram þann 5. apríl.

Gestalisti sem gleymist seint

„Herra Hnetusmjör mætir, Birnir mætir, Blár Ópal mætir í fyrsta skipti í 12 ár, Huginn mætir, Daniel Alvin mætir og síðan alveg goðsagnakenndur leynigestur sem ég hlakka mikið til að afhjúpa,“ segir Kristmundur Axel sem eyðir dögunum sínum með litlu dóttur sinni.

„Já, ég vakna frekar snemma og fer með stelpuna mína á leikskólann. Ég er svo öflugur í ræktinni fyrir hádegi. Þá er ég mikið í stúdíóinu og einhverju tónlistartengdu þar til ég sæki stelpuna aftur. Síðan eru dagarnir misjafnir eins og þeir eru margir en alltaf góðir samt.“

Hvernig líður þér?

„Ég er ótrúlega góður og stabíll. Lífið er fallegt.“

Eins og áður segir fara tónleikarnir fram á IÐNÓ 5. apríl næstkomandi en hægt er að næla sér í miða á Tix.is eða með því að smella hér!

Auglýsing

læk

Instagram