Auglýsing

Laddi 75 ára

Laddi er sannkallaður umskiptingur; skemmtikraftur sem klæðir sig í nýtt hlutverk ár eftir ár. Á ferlinum hefur hann sungið, leikið, samið og skrifað og alltaf hefur hann náð að láta okkur hlæja, gráta og undrast yfir því hvernig einn einstaklingur getur búið yfir svona miklum hæfileikum.

Öll höfum við séð hann á árum áður í Heilsubælinu, Imbakassanum og Spaugstofunni, í Áramótaskaupinu, bak við trommusettið og svo míkrafóninn á sviði með bróður sínum Halla. Hann setti upp eina vinsælustu grínsýningu Íslandssögunar: Laddi 6-tugur, sem gekk fyrir troðfullu húsi í tvö ár samfleytt og sjónvarpsþáttaröðin Jarðarförin sló öll met í Sjónvarpi Símans í fyrra.

Kvikmyndaferillinn er einnig langur og skrautlegur, og þar má nefna snilldarmyndir á borð við Stella í Orlofi, Löggulíf, og Amma Hófý. Einnig hefur Laddi stigið á næstum öll leiksvið landsins, allt frá því að hann kom fram í Litlu hryllingsbúðinni í Gamla Bíói 1985, að Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu og allt þar á milli.

Nú er komið að því að þessi merkismaður telur árin 75 og því ber að fagna. Þann 20. janúar næstkomandi, á sjálfum stórafmælisdeginum, stígur hann á svið í Háskólabíói, með góðum gestum og hljómsveit til að rifja upp ferilinn og fagna tímamótunum.

Gestir:

  • Ágústa Eva
  • Ari Eldjárn
  • Eyþór Ingi
  • GDRN


Einnig munu sérstakir gestir koma fram og má þar nefna Þórhall Þórhallsson, son Ladda og einn fyndnasta mann Íslands. Heiðursgestur er Hörtur Howser, samferðamaður Ladda í tónlistinni síðustu 40 árin.

Ljóst er að það stefnir í skemmtilegustu kvöldstund ársins. Það verður hlegið, tónlistin mun óma og við fögnum öll saman með þjóðargerseminni Ladda á 75 ára afmælisdegi hans.

Nánar um viðburðinn hér

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing