Laddi 75 og Hannah Gadsby frestað

Uppistandið með Hönnuh Gadsby sem átti að fara fram 14. janúar hefur nú verið frestað til 28. október 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana. Einnig hefur afmælissýningum Ladda sem áttu að fara fram á afmælisdeginum 20. janúar og 21. janúar verið frestað til 18. og 19. mars. Örfáir miðar eru eftir á allar þessar sýningar.

 

Miðar á viðburðina gilda sjálfkrafa áfram á nýju dagsetningarnar og miðahafar þurfa ekkert að aðhafast. Þeir hafa nú þegar verið látnir vita. Ef nýju dagsetningarnar henta ekki geta miðahafar óskað eftir endurgreiðslu til og með 26. janúar með því að senda beiðni á info@tix.is.

„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar breytingar kunna að valda en um leið þökkum við fyrir þolinmæði og skilning,“ segir í tilkynningu frá Senu.

Sjá nánar hér

Auglýsing

læk

Instagram