Lærðu að fljúga með Kría Aerial Arts!

Ef þig hefur einhvern tímann dreymt um að fljúga þá bíður þín ný spennandi upplifun.

Alþjóðlegi loftfimleikarinn Lauren Charnow, sem er með meira en áratug af reynslu og þjálfun, er nú að koma með listformið Aerial Arts til Íslands.

Fyrirtækið hennar, Kría Aerial Arts, býður upp á persónulega kennslu í acro yoga, sirkus list og loftfimleikum. Markmið Kríu er að skapa og styrkja einstaklinga ásamt því að hvetja þá til að uppgötva færni og reynslu í Aerial Arts. Þátttakendur læra að skora á líkama sinn og huga í stuðningsríku umhverfi, sem tekur vel á móti öllum.

Kría býður upp á nýja og krefjandi leið til þess að koma sér í form og kynnast fólki. Byrjendur byggja upp styrk og samhæfingu með því að læra nýjar líkamsstöður nálægt bólstruðu gólfi. Þegar hæfileikar þeirra þróast þá er farið hærra upp í loftið. Loftfimleikar eru sirkus listform þar sem iðkendur vefja efninu utan um líkama sinn fara í ýmsar stellingar og láta sig falla vafin í silki.

Allir tímar eru kenndir á ensku, sem gerir öllum kleift að taka þátt. Markmið Lauren er að skapa hlýlegt umhverfi sem gerir fólki kleift að prófa eitthvað nýtt og spennandi. 

„Mér finnst að allir ættu að fá tækifæri til að fljúga. Markmið Kría Aerial Art er að gera þetta listform sem ég elska miklu aðgengilegra öllum sem vilja prófa. Við erum meira en bara líkamsræktarstöð, við erum samfélag,”  segir Lauren.

Lauren byrjaði að æfa loftfimleika fyrir meira en 11 árum síðan í New York. Hún hefur æft og þjálfað  í New York, Chicago, Atlanta, Ástralíu, Costa Rica og víða um Evrópu. Hún er spennt að deila því sem hún hefur lært.

Kría Aerial Arts býður upp á loftfimleika námskeið fyrir nemendur á öllum aldri, einkatíma og einkaviðburði. Líkamsræktar (drop-in) námskeið og langtíma (trick building) námskeið í boði. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Kríu www.kriaaerialarts.com

Auglýsing

læk

Instagram