Hræðilegar fréttir fyrir þá sem finnst gott að LEGGJA SIG á daginn!

Auglýsing

Þetta eru svo sannarlega hræðilegar fréttir fyrir þá einstaklinga sem finnst gott að leggja sig á daginn – enda fátt betra en góður síðdegislúr!

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem framkvæmd var af Cambridge University og birt í tímaritinu Medical Daily eru töluvert meiri líkur á því að þú látist fyrir aldur fram ef þú ert hrifin/-n af því að leggja þig á daginn.

Rannsóknin var gerð þannig að fylgst var með 16,000 bretum, bæði konum og körlum á aldrinum 40-79 ára yfir 13 ára tímabil.

Auglýsing

Niðurstöðurnar eru á þá leið að þeir sem leggja sig á daginn eru 32% líklegri til að láta lífið ungir en þeir sem leggja sig sjaldan eða aldrei.

Dánarorsakirnar voru reyndar mismunandi t.d. krabbamein og hjarta- eða öndunarfærasjúkdómar, en vísindamennirnir sem framkvæmdu rannsóknina fullyrða að það sé tenging þarna á milli.

Þá er bara spurning hvort þú vilt halda áfram að njóta löngu blundanna og taka áhættuna – eða reyna að sofa lengur á nóttunni?

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram