Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk varð í kvöld Evrópumeistari í fótbolta – Skoraði sigurmarkið!

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, varð í kvöld Evrópumeistari í fótbolta með félagi sínu Lyon. Þetta kemur fram á vefnum fótbolti.net

Hún spilaði allan leikinn sem var gegn hennar fyrrum félagi, Wolfsburg, og fór leikurinn fram á Spáni.

Lyon komust yfir á 25. mínútu og undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði liðið forystu sína. Wolfsburg komust þá aftur inn í leikinn þegar þær náðu að minnka muninn. Sara Björk skoraði svo sigurmarkið á 88. mínútu og vann um leið meistaradeildina gegn sínum gömlu félögum.

Þetta er í fimmta sinn í röð sem Lyon vinnur þennan titil og var Sara Björk í liði Wolfsburg þegar þær töpuðu fyrir Lyon í úrslitaleiknum fyrir tveim árum. Þetta árið er hún í sigurliðinu.

Wolfsburg W 1 – 3 Lyon W
0-1 Eugénie Le Sommer (’25 )
0-2 Saki Kumagai (’44 )
1-2 Alexandra Popp (’58 )
1-3 Sara Björk Gunnarsdóttir (’88 )

Auglýsing

læk

Instagram