Magga Stína flytur lög Megasar

Auglýsing

Tónlistarkonan Magga Stína flytur lög og ljóð Megasar ásamt hljómsveit og kór í Eldborgarsal Hörpu þann 22. Febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram á vef albumm.is

Framlag Megasar til íslenskrar tónlistarsögu og textagerðar er fyrir löngu orðið ómetanlegt. Á þessum tónleikum hljóma lög hans og ljóð af löngum og ævintýralega fjölbreyttum ferli – eins og Fílahirðinn frá Súrín, Gamli sorrí Gráni, Tvær stjörnur, auk þess sem flutt verða lög Megasar við nokkra Passíusálma Hallgríms Péturssonar.

Gestir eru Didda, Sigrún Eðvaldsdóttir, Bjöggi Gísla á sítar og hljómsveit sem skipuð er valinkunnum tónlistarmönnum á borð við Matthías Hemstock, Jakob Smára Magnússon, Daníel Friðrik Böðvarsson og Tómas Jónsson. Einnig stíga á stokk þrír kórar; Kammerkór Suðurland, Vox Populis og Söngfélagið undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og einnig Brasssveitin Látún.

Miðar á Tix.is.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram