MAMMÚT TILKYNNIR NÝJA PLÖTU

Hljómsveitin MAMMÚT tilkynnir um útgáfu á breiðskífunni Ride the Fire. Platan kemur þann 23. október en þetta er fimmta plata hljómsveitarinnar.

Í dag kemur út tveggja laga smáskífa með lögunum ‘Sun and Me’ og ‘Fire’. Smáskífuna má nálgast á öllum helstu tónlistarveitum en einnig er hægt að kaupa 7″ vínyl sem er gefinn út í takmörkuðu upplagi í gegnum heimasíðu MAMMÚT og í öllum betri plötubúðum.

Ride The Fire er fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar í þrjú ár en platan Kinder Versions kom út árið 2017. Sú plata var tilnefnd til sex verðlauna á íslensku tónlistarverðlaununum það árið og hlaut þrjú þeirra. Katrína, Alexandra og Arnar stofnuðu MAMMÚT sem unglingar árið 2003 og fljótlega bættist Ása Dýradóttir í hópinn. Trommuleikarinn Valgeir Skorri Vernharðsson hefur nú gengið til liðs við hljómsveitina og þeytir frumraun sína sem meðlimur MAMMÚT á Ride the Fire en tilfinningaríkur og hljómmikill trommuleikur hans passar vel við leitandi hljóðheim sveitarinnar.

Auglýsing

læk

Instagram