Auglýsing

Margrét Júlía 8 ára besta leikkonan á KIKIFe í Þýskalandi

Kvikmyndin BIRTA fékk verðlaun á KIKIFe einni stærstu barnakvikmyndahátíð í suður Þýskalandi. Hátíðin hefur í sinni 30 ára sögu skipað sér stóran sess í þýska kvikmyndaiðnaðinum. Á hátíðinni eru sýndar hágæða kvikmyndir hvaðanæva að úr heiminum og sex þeirra komast í forval um verðlaunasæti. 

Margrét Júlía Reynisdóttir var valin af dómnefnd sem besta unga leikkonan en hún fer með hlutverk Kötu litlu systur Birtu í myndinni og þykir fara á kostum en hún er aðeins 8 ára. Þetta eru önnur verðlaunin á rúmri viku sem kvikmyndin Birta hlýtur en aðalleikkona myndarinnar Kristín Erla Pétursdóttir, 12 ára sem leikur sjálfa Birtu var valin besta leikkonan á Schlingel barnamyndahátíðinni þann 16. nóvember sl. 

Birta í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 5. nóvember n.k. og á Símanum Premium 25. nóvember.

 
Heimasíða KIKIFe barnakvikmyndahátíðarinnar:
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing