today-is-a-good-day

Öllu aflétt á föstu­dag eða jafn­vel fyrr

Upphaflega stóð til að fara í full­ar aflétt­ing­ar á sam­fé­lags­leg­um tak­mörk­un­um vegna Covid-19 hér á landi þann 14. mars næstkomandi. Will­um Þór Þórs­son, heil­brigðisráðherra, sagði í samtali við mbl.is að ráðist verði í þessar afléttingar í vikunni eða í síðasta lagi á föstudag.

„Við erum að fara í sam­tal með sótt­varna­lækni, embætti land­lækn­is, al­manna­vörn­um og heil­brigðis­stofn­un­um og hvernig við horf­um núna inn í fram­haldið.

Við sjá­um fyr­ir okk­ur að aflétta hér að fullu bæði inn­an­lands og á landa­mær­um,“  sagði Willum í samtali við mbl.is  eftir ríkisstjórnarfund nú í morgun.

Auglýsing

læk

Instagram