Önnur þáttaröð af Tiger King í bígerð

Dillon Passage, eiginmaður Joe Exotic, hefur tilkynnt það að önnur þáttaröð af Netflix þáttunum Tiger King sé í bígerð.

Tiger King er einn af stærstu þáttunum í sögu Netflix og horfðu 34,3 milljón manns á þættina á fyrstu 10 dögunum eftir að þeir komu út.

Fyrsta þáttaröðin endaði á því að Joe Exotic var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir að hafa lagt á ráðin um að drepa dýraverndunarsinnann Carol Baskin. Hann var einnig ákærður fyrir 17 brot á dýralögum.

Í viðtali við Good Morning Britain segir Passage að nýja þáttaröðin muni að nokkru leyti fjalla um Joe og baráttu hans við að sanna sakleysi sitt.

„Við höfum verið að taka aðeins upp fyrir Tiger King 2, segir hann. Ég veit ekki hvenær þættirnir munu koma út en þetta verður áhugavert þar sem það verður kafað inn í handtöku Joe og það sem gerðist í framhaldinu.“

Hann sagði einnig frá því að að verjendur Joe væru að plana það að heimsækja Donald Trump á næstu vikum og biðja um náðun forsetans.

Auglýsing

læk

Instagram