Opnun ókeypis ensk-íslenskrar orðabókar

Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, verður opnað fyrir aðgang að nýrri ensk-íslenskri orðabók á wordreference.com. Orðabókin var sett saman af íslenskum sjálfboðaliðum í gegnum lýðvirkjun (e. crowdsourcing) og er því bein afurð almenningsþátttöku. Hvert orð og frasi var þýddur og yfirfarinn af sjálfboðaliðum en þökk sé þeirra þrotlausu vinnu hefur ferlið, frá upphafi til birtingar, ekki tekið nema tæpt ár.

Verkefnið er afar þarft, en hingað til hefur engin góð og ókeypis ensk-íslensk orðabók verið aðgengileg almenningi. Stefnt er að opnun hins hluta orðabókarinnar, íslensk-ensk, á degi íslenskrar tungu á næsta ári.

Sigurður Hermannsson, málfræðingur og forsprakki orðabókarinnar, segir frá tilurð hennar auk þess sem gestum býðst að taka þátt í orðaleikjum og grípa í spil á Borgarbókasafninu Grófinni, þriðjudaginn 16. nóvember kl. 16:30 – 18:30.

Auglýsing

læk

Instagram