Óvíst hvort skemmtstaðir fái að opna 25 maí

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir djammið kjöraðstæður fyrir hópsmit og hefur áhyggjur af því að hópsmit gæti komið upp ef skemmtistaðir opna aftur á næstunni.

Þann 25 maí verður slakað enn frekar á samkomutakmörkunum og verður þá meðal annars opnað í líkamsræktarstöðvum á ný. Nú er verið að kanna hvort bíða eigi með að opna skemmtistaðina þennan dag. Að sögn Þórólfs eru skemmtistaðir, þar sem fólk er ölvað og óvarkárt, sennilega einn helsti smitvaldurinn.

„En við erum kannski ekki með rakningu á smiti endilega hér á svona stöðum, eða inn á einn eða tvo staði, en bara þetta fyrirkomulag. Það þarf ekki mjög mikið ímyndunarafl að sjá að staðir þar sem fólk er að hrúgast saman og passar sig greinilega ekki. Ég held að það sé nokkuð augljóst að fólk sem er búið að drekka mikið sé ekki að passa upp á sóttvarnarráðstafanir eða nándarregluna eða eitthvað slíkt. Fólki er eitthvað ofar í huga þá. Og það er akkúrat fyrirkomulagið sem þessari veiru mun líka mjög vel, að hoppa frá einum til annars, og ég held að það sé það sem við munum horfa á, hvort það verði einhverjar tillögur um einhverja útfærslu á því. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þórólfur.

Auglýsing

læk

Instagram