Pósturinn varar við netsvindli

„Enn á ný viljum við vara við því að óprúttnir aðilar eru að senda tölvupósta í nafni Póstsins í þeim tilgangi að komast yfir kortaupplýsingar. Því miður hefur þetta verið mjög algengt síðust mánuði og viðrist engan enda ætla að taka. Það er mikilvægt að smella ekki á hlekki sem fylgja þessum póstum og alls ekki ætti að gefa upp persónulega upplýsingar eða kortanúmer,“ segir í tilkynningu frá Póstinum.

„Það eiga mjög margir von á sendingum þessa dagana en það er mjög mikilvægt að skoða tilkynningar vel og fullvissa sig um að tilkynning sé raunveruleg. Sendingarnúmer Póstinum eru 13 stafir, þar af tveir bókstafir fremst og tveir aftast með talnarunu á milli en svindlpóstarnir nú innihalda einmitt slík númer þannig það er enn mikilvægara að skoða vel. Til að fullvissa sig um að sending sé í kerfi Póstsins er hægt að fara á forsíðu póstsins, smella á „Finna sendingu“ og leita þar að sendingarnúmeri eða skrá sig inn á www.minn.postur.is.“

Þá vill Pósturinn benda á síðu sem sett var upp á posturinn.is sem fjallar um netsvindl:

https://www.posturinn.is/frettir/blogg/2020/verjumst-netsvindli/

„Því miður erum við að sjá þetta aftur og aftur en svindlið er mjög vandað. Við viljum að fólk kynni sér málin vel ef það á von á sendingum og hvetjum alla til að fara á heimasíðuna okkar og leita af sendingum þar. Þá viljum við ítreka að við erum einnig með þjónustusíður á www.minn.postur.is þar sem viðskiptavinir geta séð yfirlit yfir sendingar til sín og greitt af þeim á lokaðri síðu bakvið innskráningu. Við krefjumst aldrei greiðslu fyrir sendingar í gegnum opna síðu,“ segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs Póstsins.

Auglýsing

læk

Instagram