Engar sendingar með Póstinum til Kína

Vegna kórónaveirunnar sem á upptök sín í Wuhan í Kína eru þau flugfélög sem þjónusta Póstinn, nú hætt að fljúga til Kína. Vegna þessa er ekki hægt að senda sendingar til Kína með Póstinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Því miður er þessi staða kom­in upp, það lá í loft­inu í síðustu viku að það yrði mjög erfitt að halda uppi þjón­ustu til og frá Kína en við vonuðumst til þess að við mynd­um ekki þurfa að loka  al­veg fyr­ir póst­flutn­inga þangað. Við get­um í raun lítið gert þar sem okk­ar þjón­ustuaðilar eru hætt­ir að taka við send­ing­um til lands­ins. Það er afar erfitt að segja til um hve lengi þetta ástand muni vara en við von­umst að sjálf­sögðu til að það verði ekki lengi. Um leið og opn­ast fyr­ir mögu­leik­ann aft­ur mun­um við láta vita af því“ seg­ir Hörður Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs Pósts­ins, í til­kynn­ing­unni.

Þetta kemur fram á vef Mbl

Auglýsing

læk

Instagram