Rauða serían í Midpunkt

Næstkomandi laugardag klukkan tvö mun sýningin Rauða serían opna í Hamraborginni í menningarrýminu Midpunkt.
Um er að ræða einkasýningu Söru Bjargar Bjarnadóttur. Sara er nýflutt aftur til Íslands frá Berlín þar sem hún hefur unnið að myndlist sinni eftir útskrift úr listaháskóla Íslands árið 2015.
Sara Björg vinnur ætíð útfrá rýminu og því efni sem hún hefur í höndunum, og nýtir sér takmarkanir þeirra til að skapa burðargrindina sem fullkomnar leikinn. Hún starfar ekki út frá skilgreindu markmiði heldur er nálgun hennar ferlis-miðuð og dansar samsíða mörkum, listar samskipta og leiks. Í leiknum er frelsi, en frelsi innan takmarkanna, og það er í þessari þversögn sem list Söru verður til.
Allir velkomnir á fyrstu grímulausu sýninguna í Midpunkt.
Auglýsing

læk

Instagram