Setur stórfjölskylduna í dansverk

Auglýsing

Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson frumsýnir nýtt dansverk á danshátíðinni Vorblót, sem haldin er í Tjarnarbíó yfir helgina.

Verkið mætti kalla dansandi ættarmót, því í því lætur Ragnheiður margar kynslóðir sömu fjölskyldu dansa saman. Dansarnir eru unnir í spuna, en fagurfræðina sækir Ragnheiður í mínímalísmann, video verk og Butoh -japönsku samtímadanshefðina.

Ragnheiður er menntuð við listaháskóla Íslands í dansi, og fór þaðan út í nám til Gautaborgar, þar sem hún sérhæfði sig í list í almannarými. Hún hefur síðan samið nokkur dansverk, haldið myndlistarsýningar og rekið menningarrýmið Midpunkt ásamt eiginmanni sínum Snæbirni Brynjarssyni og Joönnu Pawlowsku. Dansarar í verkinu eru nánasta ætt Ragnheiðar, ömmur, afi, systir, móðir, faðir.

„Það var í raun ekkert erfitt að sannfæra þau um að vera með, ég hitti þau eitt af öðru og nefndi hugmyndina. Allir tóku vel í hana og hafa staðið sig með príði á æfingum,” segir Ragnheiður,

„Ég hlakka bara til að sýna verk með mínu nánasta fólki. Þau eru öll eðal dansarar og ég mæli með því að mæta og sjá þau hreyfast um rýmið”.

 

Auglýsing

Hvítt er verk litrófsins, verk mannverunnar.

Þar sem tilfinningaleg tengs við verur, staði og hluti,

ástir og sorgir,

hnoðast saman.

En náttúruna er upphafið, miðjan og endirinn.

Líkamar af öllum aldri koma saman og hreyfa sig eftir sínu náttúrulegu eðli.

Allir dansarar verksins eru bundnir fjölskyldu böndum.

Hver og einn líkami dansar sitt litróf, sínar tilfinningar og sín tengsl við fjölskyldumeðlimi.

Líkamarnir mynda fallegan fjallgarð en þó má sá sérstæðu hvers og eins skína í gegn. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram