Sjáðu fyrstu stikluna úr Eurovision mynd Will Ferrell!

Netflix frumsýnir kvikmyndina Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga þann 26. júní næstkomandi. Með aðalhlutverk fara þau Will Ferrell og Rachel McAdams en í myndinni leika þau íslensku Eurovison faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir. Þó nöfnin hljómi nú ekki alveg íslensk.

Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi og eru íslenskir leikarar í myndinni meðal annars þau Nína Dögg, Jóhannes Haukur, Ólafur Darri, Björn Hlynur, Jói Jóhannsson og fleiri.

Hér fyrir neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.

Auglýsing

læk

Instagram