Starbucks lokar tvöþúsund stöðum í Kína

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur nú lokað tímabundið um helming útibúa sinna í Kína, eða um tvöþúsund talsins. Ástæðan er útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar. Tóku þeir ákvörðun um að aðstoða yfirvöld í að stöðva útbreiðslu veirunnar með þessum hætti þar sem að útbreiðsla hennar mun hafa mikil áhrif á afkomu fyrirtækisins.

Starbucks er með um 4300 útibú í Kína og er þetta þeirra stærsti markaður utan Bandaríkjanna.

Þá hefur bílaframleiðandinn Toyota lokað verksmiðju sinni í Kína til 9. febrúar og yfirmenn Facebook og Apple ráðlagt starfsfólki sínu að forðast ferðalög til Kína. Einnig hafa Kínversk fyrirtæki ráðlagt starfsfólki sínu að vinna heima í von um að það hægi á útbreiðslu þessarar banvænu veiru. Veiran virðist dreifa sér mjög hratt og eru staðfest smit talin vera um sex þúsund talsins og hafa smit fundist í 16 löndum utan Kína.

Þetta kom fram á vef BBC

Auglýsing

læk

Instagram