STÓRI PLOKKDAGURINN 2021

Stóri plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur fjórða árið í röð laugardaginn 24. apríl næstkomandi.

Það er mikið verkefni fyrir höndum við það að losa umhverfið við fylgifiska Covid, einnota grímur og hanska. Svo ekki sé talað um allt iðnaðar- og neysluplastið sem er þarna úti. Nú þurfa allir að leggjast á eitt og ná frábærum árangri.

„Það er stór­kost­legt að sam­eina áhuga á úti­veru og um­hverf­is­meðvit­und. Ánægj­an af því að fara út og hreyfa sig verður marg­falt meiri með því að gera það með þess­um hætti,“ segir á  facebook síðu Plokk Á Íslandi

Plokk á Íslandi hvetur alla landsmenn til að láta gott af sér leiða og um leið fylgja fyrirmælum því plokkið er ráðlagður dagskammtur af hreyfingu um leið og auðvelt er að fylgja reglum sóttvarnarlæknis.

Auglýsing

læk

Instagram