Auglýsing

Taylor Swift hótar háskólanema lögsókn: Fylgist með ferðum einkaþotu söngkonunnar

Lögfræðingar stórstjörnunnar Taylor Swift hafa hótað hinum 21 árs gamla Jack Sweeney lögsókn en háskólaneminn rekur samfélagsmiðlareikninga sem rekja hreyfingar einkaþotu hennar og þess magns koltvísýrings sem hún losar.

Háskólaneminn fékk lögfræðibréf á dögunum þar sem þess er krafist að hann hætti að skrá flug hennar og staðsetningar. Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem Sweeney kemst í fréttirnar fyrir að rekja flug ríka og fræga fólksins því hann hefur birt og rakið flugleiðir fjölda milljarðamæringa, stjórnmálamanna og annarra opinberra persóna.

…hún er í „stöðugum ótta um persónulegt öryggi sitt.“

Sweeney notar upplýsingar sem allur almenningur kemst í og ber það svo saman við losun koltvísýrings en sá fyrsti sem háskólaneminn fór í taugarnar á var milljarðamæringurinn Elon Musk árið 2022. Þá hafði Sweeney deilt upplýsingum um ferðir einkaþotu hans. Í yfirlýsingu sem Sweeney sendi DailyMail segir hann að honum finnist mikilvægt að hafa í huga að hann hafi aldrei ætlað að skaða neinn. Honum finnist meira að segja Swift eiga mörg góð lög: „Ég trúi á gagnsæi og opinberar upplýsingar.“

Sweeney skráði niður flugferðir Elon Musk og varð fyrir vikið ekki vinsæll hjá milljarðamæringnum.

Gagnrýnd fyrir gríðarlega kolefnislosun

Lögfræðingar Swift eru hinsvegar ekki á sama máli og segja að hin 34 ára gamla poppstjarna sjái sig tilneydda til þess að leita lagalegra úrræða ef Sweeney láti ekki af „árásar- og áreitnihegðun sinni,“ samkvæmt Washington Post. Þá kom einnig fram í frétt WP að samfélagsmiðlareikningar háskólanemans hefðu valdið Swift og fjölskyldu hennar „óbætanlegum skaða sem og andlegri og líkamlegri vanlíðan auk þess að valda því að hún er í „stöðugum ótta um persónulegt öryggi sitt.“

Sweeney telur að lögfræðibréfið sé tilraun til þess að hræða hann frá því að deila opinberum gögnum en hann hafi í kjölfarið ákveðið að vera varkári þegar það kemur að því að deila opinberum gögnum um poppstjörnuna. Þá sagði Sweeney að bréfið, sem barst í desember, hafi borist honum á svipuðum tíma og söngkonan hafi staðið frammi fyrir mikilli gagnrýni vegna umhverfisáhrifa flugferða sinna í tengslum við tónleikaferðalag hennar Era‘s. Swift hefur verið undir miklum þrýstingi að draga úr kolefnislosun sinni eftir að hafa þeyst um heiminn á einkaþotum til þess að hitta nýja kærastann sinn, NFL-leikmanninn Travis Kelce.

En þrátt fyrir gagnrýnina að þá telst það ólíklegt að stórstjarnan skipti yfir í almenningsflug vegna öryggisráðstafana. Samkvæmt reiknivél á netinu þá hafa einkaþotur Taylor Swifts losað um það bil 138 tonn af CO2 en hún þyrfti að gróðursetja 2282 tré og leyfa þeim að vaxa í 10 ár til þess að kolefnisjafna flugferðir sínar. Losunin er til jafns við rafmagnsnotkun 26.9 heimila á einu ári.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing