„Það er komin tími til að fólk í ákvarðanatöku taki sér tak og sýni samstöðu og stuðning við ungt fólk sem kallar á breytingar“

Í fyrsta skipti mun sitjandi fulltrúi Evrópusambandsins heimsækja sjálfstjórnarsvæðið Álandseyjar, þegar Virginijus Sinkevičius sækir ReGenreration vikuna, 28-31 ágúst 2021.

Koma hans er merkur áfangi í starfi ReGeneration 2030 hreyfingarinnar og er skýr krafa um aðgerðir til annara sem taka þátt í ákvarðanatöku. ReGeneration 2030 er ungmennahreyfing, aðalviðburður hennar er árleg ReGeneration vika haldin á Álandseyjum í ágúst. ReGeneration vikan er opinn samkomustaður fyrir ungt fólk, sem vill læra um þær áskoraninr sem heimurinn horfir uppá um þessar mundir. Viðburðurinn er einnig áhrifaríkur grundvöllur fyrir breytingar, með stórri áheyrn í samsatarfi við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Umhverfisstofnum Stokkhólms (SEI). Þema vikunnar er „ReThinking the system” eða „endurhugsum kerfið” sem leggur áherslu á græna uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldursins. Virginijus Sinkevičius er yngsti fulltrúi Evrópusambandsins frá upphafi. Hann leggur áherslu á umhverfi, höf og fiskveiðar í embætti sínu. Hann er einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum þegar kemur að gera Evrópu að sjálfbærari heimsálfu. Verandi frá Litháen hefur hann skilning á þeim áskorunum sem Eystrasaltslöndin og önnur lönd umhverfis Eystrasaltshafið standa frammi fyrir.

„Við erum ánægð að geta loksins boðið fulltrúa Evrópusambandsins velkmin til sjálfstjórnar eyjanna okkar og ég er sérstaklega ánægð að Sinkevičius hafi ákveðið að slást í hóp með virku ungmennunum í ReGeneration 2030 hreyfingunni til að ræða sameiginlegar áskoranir okkar í framtíðinni. Ég hlakka til að sýna honum í reynd hvernig við vinnum útfrá verðlauna sjálfbærniáætluninni okkar,” -segir Veronica Thörnroos formaður sjálfstjórnar Álandseyja.

Koma Sinkevičius á ReGeneration vikuna 2021 er stór áfangi fyrir ReGeneration 2030 hreyfinguna.

„Það er komin tími til að fólk í ákvarðanatöku taki sér tak og sýni samstöðu og stuðning við ungt fólk sem kallar á breytingar. Við erum spennt að einn mikilvægasti stjórnmálamaður í Evrópu þegar kemur að áskorunum framtíðarinnar hafi ákveðið að mæta á ReGeneration vikuna og ég get ekki beðið eftir að ræða við hann um hvernig við getum ‘endurhugsað kerfið’, “ segir Bára Örk Melsted, formaður ReGeneration 2030 stofnunarinnar. —-

ReGeneration 2030 var stofnað árið 2017 og var skráð sem stofnun árið 2020. Hreyfingin miðar að því að gefa ungu fólki á Norðurlöndum og löndum umhverfis Eystrasaltshafið tækifæri og grundvöll fyrir sjálfbæra þróun og að gera sjálfbæra framleiðslu og neyslu að nýja staðalinum. Álandseyjar eru herlaust sjálfstjórnarsvæði staðsett í miðju Eystrasaltshafi.

Auglýsing

læk

Instagram