Nýkjörin íslenskur formaður ReGeneration 2030

Ung íslensk kona var nýverið kosin í formennsku í nýrri fjölþjóðlegri stofnun um sjálfbærni í löndum Norður-Evrópu. ReGeneration 2030 er stofnað út frá samnefndri ungmennahreyfingu sem hefur verið starfrækt í þrjú ár og haldið stór málþing á Álandseyjum og hefur haft það markmið að skapa sameiginlegan vettvang fyrir sjálfbærni og sameina ungt fólk sem vill taka málin í sínar hendur í loftslags- og umhverfismálum.

Bára Örk Melsted er 19 ára sálfræðinemi í HÍ og hefur starfað með hreyfingunni síðastliðið ár og var þann 31. október sl. kosin fyrsti formaður í stjórn þessarar nýstofnuðu stofnunar. Stofnunin ætlar sér stóra hluti á næstunni og hyggst standa fyrir fjölda viðburða, námskeiða, vinnuhópa og ekki síst hinu árlega málþingi „ReGeneration Week“ sem haldið verður á Álandseyjum haust 2021.

Vefsíða ReGeneration 2030 https://www.regeneration2030.org/

Auglýsing

læk

Instagram