„Þegar ég kynntist henni þá fann ég að það fullkomnaðist eitthvað”

Auglýsing

Rapparinn Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti, er einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Hann opnaði auk þess, fyrir ekki svo löngu, hamborgarastað í vesturbæ Reykjavíkur sem ber nafnið Hagavagninn.

Gauti er trúlofaður, Jovana Schally, og eiga þau samtals þrjú börn.

„Hún er lendingarpallurinn fyrir klikkunina sem á sér stað hjá mér. Þegar ég kynntist henni þá fann ég að það fullkomnaðist eitthvað. Ég veit að þetta er ótrúlega væmið og klisja. Þetta er Yin og yang og hún er fullkomin á móti mér og við eigum frábært samband. Allir sem hafa hitt hana segja við mig, haltu í þessa konu,“ segir Gauti.

Gauti er gestur vikunnar í þættinum Einkalífið á Vísir.is

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram