Þetta er versti hrekkur sem Simmi hefur tekið þátt í: „Hún hélt að ég væri orðinn einhver bölvaður öfuggi“

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson er nýjasti gestur Götustráka á hlaðvarpsveitunni Brotkast en þar fer hann yfir ferilinn sem er orðinn ansi litríkur og áhugaverður. Hann var til að mynda í hinum frægu þáttum 60 mínútur sem slógu eftirminnilega í gegn. Götustrákarnir vildu til að mynda hvað hafi verið svona erfiðast í þáttunum eða tekist mest á að framkvæma. Simmi, eins og hann er oftast kallaður, var fljótur til svara.

„Falin myndavél í Mosfellsbæ. Við fengum lánað „props“ og ég tók eina svona hendi, stóra dildóa og svona. Við fórum og keyrðum bílinn með cameruna út um gluggann. Kom kona til dyra og ég sá nafnið á póstlúgunni. „Guðmundur er hann hér? Hann var að panta hérna á netinu.“ Sagðist vera kominn með sendinguna og hann kemur til dyra,“ segir Sigmar og hlær.

„Hvað var ég að panta?“

„Ég spyr hvort ég eigi að taka þetta upp fyrir framan hann og þá sýna konunni hans.“

„Já, hvað meinaru. Hvað var ég að panta?“ Þá tek ég upp stóran tittling og konan hans spyr hvort hann hafi verið að panta þetta. Ég tek svo upp stóru hendina: „Hvað er þetta? Neineinei, farðu með þetta úr mínum húsum.“

„Svo bara fórum við,“ segir Simmi og hlær en þeir félagar bönkuðu upp á og létu hjónin vita að þetta hafi verið falin myndavél en húsráðandanum var ansi létt.

„Eins gott, hún hélt að ég væri orðinn einhver bölvaður öfuggi,“ sagði húsráðandinn.

Hvað eru Götustrákar?

Vinirnir Aron Mímir Gylfason og Bjarki Viðarsson eru mennirnir sem standa á bakvið hinn umdeilda hlaðvarpsþátt Götustrákar sem hægt er að nálgast á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Aron og Bjarki voru báðir virkir þátttakendur í undirheimum Reykjavíkur þangað til þeir ákváðu að snúa lífi sínu við og eru nú á beinu brautinni, báðir edrú og aðstoða nú aðra við að hætta að nota fíkniefni með aðstoð 12 spora samtaka hér á Íslandi.

„Við viljum með þættinum okkar veita „venjulegu fólki“ innsýn inn í þennan ljóta og miskunnarlausa heim og þá viljum við líka geta aðstoðað fólk, og þá sérstaklega foreldra, hvernig hægt er að koma auga á neyslu barna þeirra, koma í veg fyrir hana eða aðstoða þau. Hægt er að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á gotustrakar@brotkast.is

Auglýsing

læk

Instagram